Tinna Björg Traustadóttir, söngkona frá Akureyri syngur sín uppáhalds lög.
Í tilefni afmælis síns flytur Tinna lög sem hún hefur gefið út, frumsamin og ábreiður, ásamt því að nokkur uppáhalds lög Tinnu í gegnum árin verða leikin. Það er orðið allt og langt síðan Tinna hélt tónleika og löngu tímabært. Þetta verður skemmtilegt seinkomið afmæliskvöld með uppáhalds lögunum hennar Tinnu.
Hljómsveit kvöldsins skipa:
Borgar Þórarinsson á gítar
Knútur Emil Jónasson á hljómborð
Stefán Gunnarsson á bassa
Trausti Már Ingólfsson á trommur.
Frítt inn á meðan húsrúm leyfir.
Viðburðurinn er styrktur af VERÐANDI listsjóð sem er samstarfsverkefni Akureyrarbæjar, Menningarfélagsins Hofs og Menningarfélags Akureyrar.