Raddir kvenna og kvára eru tónleikar sem fagna tónlistar- og textasköpun kvenna í gegnum aldirnar. Þar koma saman íslenskar tónlistarkonur og flytja fjölbreytta tónlist eftir konur – allt frá klassík og djassi til popps, þjóðlaga og samtímatónlistar. Á efnisskránni má finna bæði þekkt og lítt þekkt verk og tónleikunum er fléttað saman með fróðleik um konurnar á bak við tónlistina. Markmið verkefnisins er að varpa ljósi á framlag kvenna til tónlistarsögunnar, auka sýnileika samtímatónlistarkvenna og stuðla að fjölbreyttari og jafnari tónlistarsenu.
Tónlistarkonur og flytjendur:
Söngur: Helga Margrét Clarke
Píanó: Aðalheiður Þorsteinsdóttir
Trommur/slagverk: Sólrún Mjöll Kjartansdóttir
Bassi: Ingibjörg Elsa Turchi
...ásamt gestalistakonum af svæðinu
Viðburðurinn er styrktur af VERÐANDI listsjóðnum.
Sala á viðburðinn hefst á nýju ári.