Til baka

Reggie Watts

Reggie Watts

Hinn ótrúlegi grínisti, tónlistamaður, leikari og rithöfundur Reggie Watts sækir Ísland heim á ný!

Hinn ótrúlegi grínisti, tónlistamaður, leikari og rithöfundur Reggie Watts sækir Ísland heim á ný! Hann kom síðast til landsins 2010 en mikið hefur gerst síðan og er hann ein skærasta grínstjarna heims þar sem hann blandar saman tónlist og uppistandi á einstakan hátt.

Reggie kemur fram:
25. apríl í Samkomuhúsinu á Akureyri
26. apríl í Gamla bíó, Reykjavík
3. maí á Vagninum, Flateyri

Reggie Watts er hvað frægastur fyrir að vera hljómsveitarstjórinn í The Late Late Show with James Corden. Hann var einnig DJinn á Emmy-hátíðinni 2020.

Netflix-þátturinn hans, Spatial fékk rífandi góða dóma og New York times kallaði hann „rússíbana af vitleysu og veruleikaflótta" og sögðu Reggie vera „áhrifamesta absúrdistann í grínheiminum."

Reggie Watts hefur komið fram á ýmsum hátíðum svo sem Bonnaroo, SXSW, Bumbershoot, Just for Laughs og Pemberton.

Reggie Watts er einstakur grínisti, þar sem allt grín og tónlist er spunnið á staðnum. Búið ykkur undir algjörlega einstaka og ógleymanlega kvöldstund.


Sýningin er 90 mínútur, ekkert hlé.

Hvenær
fimmtudagur, apríl 25
Klukkan
20:00-22:00
Hvar
Hof Cultural and Conference Centre, Strandgata, Akureyri