Til baka

Slakureyri 2022

Slakureyri 2022

„Hann er duglegur að læra, þegar hann er ekki að teikna,“ sagði umsjónakennari minn í foreldraviðtali snemma á grunnskólagöngu minni. Alla mína ævi, hef ég elskað að teikna skrítnar myndir og skrifa skrítnar sögur. En í því hugarrými hef ég fundið hugarró, eyrð og rólyndi sem ég hef fundið hvergi annars staðar. Nú bíð ég ykkur að koma og staldra við inn í þeim hugblæ og njóta afraksturs listsköpunar síðustu mánaða. 

Rauðhærður, litblindur, örvhentur og ómenntaður listamaður með mikla ástríðu og hugsjón fyrir listunum heldur nú sýningu í Naust í Hofi. Verkin á sýningunni munu fókusera mikið á háfleygar hugmyndir þar sem sköpunargáfa, húmor og 'utan-kassa' sögur fá að njóta sín. Stíll verkanna er mikið til innblásinn af teiknimyndum evrópskra súrrealista frá 6. og 7. áratug síðustu aldar.

Listamaðurinn Aron Snær Fannarsson, annars þekktur sem Piparon, er fæddur og uppalinn á Skagaströnd en býr nú á snotrum sveitabæ skammt frá Blönduósi þar sem hann vinnur sem vélamaður við sorpurðun í Stekkjarvík.

Sýningin verður í salnum Nausti í Hofi frá kl. 12:00-18:00 þann 13.ágúst 2022. Öll velkomin,

Viðburðurinn er styrktur af listsjóðnum VERÐANDI.

Hvenær
laugardagur, ágúst 13
Klukkan
12:00-18:00