Til baka

Sú fyrsta og sú síðasta

Sú fyrsta og sú síðasta

Sinfóníuljómsveit Norðurlands

 

Hinn heimsþekkti finnski hljómsveitarstjóri Anna - Maria Helsing snýr aftur í Hof til að stjórna Sinfóníuhljómsveit Norðurlands.

Nú túlkar hún síðustu Lundúnarsinfóníu Haydn og fyrstu sinfóníu Beethoven af sínu alkunna næmi.

Ludwig van Beethoven - Sinfónía nr. 1 í C-dúr (1800)

Fyrsta sinfónía Beethoven er greinilega undir miklum áhrifum frá læriföður tónskáldsins, Jóseph Haydn. En samt ber hún sterk höfundareinni hans sjálfs. Það er nefnilega ákveðinn villtur frjálsleiki í henni sem gat aðeins komið frá Beethoven sjálfum. Þar má nefna tíða notkun sforzandi og óvæntra breytinga á tónmiðju sinfóníunnar sem var nýjung hjá hinum unga Beethoven um aldamótin 1700/1800. Einnig var hann djarfari í notkun málm og tréblásturs en flestir strax í sinni fyrstu sinfóníu. Ásamt hinum átta sinfóníum sem hann átti eftir að semja, varð þessi sinfónía skapalón fyrir vel flest tónskáld sem komu fram næstu öldina.

 

Joseph Haydn - Sinfónía nr. 104 í D - dúr.

Það er athyglis vert að hlusta á eitt fyrsta stórvirki ungs eldhuga strax á eftir eins síðasta verks gamals meistara. Sinfónía Haydns nr. 104 var síðasta sinfónían sem hann skrifaði. Hún er sú síðasta í langri röð verka sem kölluð eru Lundúnarsinfóníurnar. Í Þýskalandi er hún kölluð Salomon sinfónían í höfuðið á tónleikahaldaranum Johann Peter Salomon sem skipulagði vel heppnaðar tónleikaferðir Haydn til Englands. Þó þetta sé síðasta sinfónía gamals manns er hún full af birtu og krafti. Hún byrjar á hægum en tignarlegum forleik í moll sem leiðir okkur yfir í hinn raunverulega fyrsta kafla vel kjörnuðum í dóminant tóntegund verksins D-dúr. Annar kaflinn er undirforhljóms tóntegundinni G-dúr með aðal stefið í strengjum en svo í tréblæstri. Þá kemur menúett og tríó í D-dúr og loks lokakaflinn sem er hressandi sónata byggð á stefjum sen sögð eru vera mótuð af Króatískum þjóðlögum.

Hvenær
sunnudagur, september 18
Klukkan
16:00-18:00
Hvar
Hof Cultural and Conference Centre, Strandgata, Akureyri