Til baka

Sumartónar með Páli Óskari og Röggu Rix

Sumartónar með Páli Óskari og Röggu Rix

Barnamenningarhátíð í Hofi
Sláum taktinn inn í sumarið!
Það verður sannkölluð tónlistarveisla á sumardaginn fyrsta á sviði Hamraborgar í Hofi á Sumartónum Ungmennaráðs Akureyrar, Menningarhússins Hofs og Akureyrarbæjar í tilefni Barnamenningarhátíðar á Akureyri. Hinn einni sanni og sívinsæli tónlistarmaður Páll Óskar mun slá taktinn inní sumarið í Sumartónum 2023 eins og honum einum er lagið, en áður en hann eignar sér sviðið stígur Ragga Rix rappari á stokk og hitar salinn upp.
 
Páll Óskar er söngvari, lagahöfundur og plötusnúður sem gert hefur garðinn frægan innanlands sem utan. Hann varð þekktur á heimsvísu þegar hann söng lagið Minn hinsti dans í söngvakeppnni evrópskra sjónvarpsstöðva 1997. Hann er þekktur fyrir að trylla lýðinn, unga sem aldna, stóra sem smáa, með ballöðum, diskói, íslenskum dægurlögum og teknótónlist auk dansatriða og geggjuðum búningum.
 
Ragga Rix  er 15 ára Akureyringur sem vann rappkeppni unga fólksins, Rímnaflæði árið 2021. Hún hefur síðan þá komið víða fram m.a. Krakkaskaupinu 2022 og á Einni með öllu 2022. Ragga Rix mun flytja þrjú af sínum bestu lögum; Mætt til leiks, Bla bla bla og Daglegt sjitt. 

Tónleikarnir hefjast kl. 16 og standa í klukkustund. Húsið opnar kl. 15.30.

Sumartónar 2023 setja punktinn yfir i-ið á Barnamenningarhátíðinni á Akureyri í ár!

Enginn aðgangseyrir er á tónleikana ! Verið öll hjartanlega velkomin.

 

 

Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði Akureyrarbæjar.

Hvenær
fimmtudagur, apríl 20
Klukkan
16:00-17:00