Örvar Kristjánsson var einn ástsælasti harmonikkuleikari þjóðarinnar. Á sextíu ára tónlistarferli gaf hann út þrettán hljómplötur sem áttu miklum vinsældum að fagna. Minningartónleikar um Örvar voru fyrst haldnir í október 2021 og síðan endurteknir í apríl 2022. Vegna fjölda áskorana verða þeir nú haldnir á Akureyri föstudaginn 14. október. Á tónleikunum verða þekktustu lög Örvars leikin og sungin.
Ekki missa af þessum einstaka viðburði.
Söngur: 
Grétar Örvarsson
Þórhildur Örvarsdóttir 
Karl Örvarsson
 
Harmónikka: 
Jón Þorsteinn Reynisson 
Margrét Arnardóttir 
Atli Örvarsson 
Hljómsveit: 
Grétar Örvarsson: Hljómborð 
Sigfús Óttarsson:Trommur
Eiður Arnarsson: Bassi: 
Pétur Valgarð Pétursson: Gítar
Þórir Úlfarsson
Hljóðvinnsla: Bernharð Sveinsson
 
Ljós: Haukur Henriksen
 
Umsjón: Grétar Örvarsson