Til baka

Til hamingju með að vera mannleg

Til hamingju með að vera mannleg

Sýningin Til hamingju með að vera mannleg vakti mikla athygli þegar hún var frumsýnd á liðnu vori, hlaut afar lofsamlega umfjöllun og þrjár tilnefningar til Grímuverðlaunanna. Sýndar voru aukasýningar á stóra sviði Þjóðleihússinss í Október í tengslum við Bleiku slaufuna, árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins.

Verkið verður nú sýnt á Hofi Akureyri þann 16. mars og mun 1000kr af hverjum seldum miða ganga til Krabbameinsfélags Akureyrar.

Sýningin er byggð á ljóðabók Siggu Soffíu sem hún samdi þegar hún gekk í gegnum krabbameinsmeðferð í heimsfaraldri. Hvað gerir dansari sem getur ekki dansað? Verkið fjallar um mikilvægi vináttunar, um andlegan styrk og um samfélag kvenna sem standa hver með annarri.

Í verkinu dansa og leika föngulegur hópur kvenna leikkonurnar/dansararnir Nína Dögg Filippusdóttir og Svandís Dóra Einarsdóttir, Lovísa Ósk Gunnardóttir og Ellen Margrét Bæhenz, Díana Rut Kristinsdóttir og Inga María Ólsen(sem leikur hlutverk Hallveigar Kristínar Eiríksdóttur).

Sigríður Soffía braut blað í íslenskri menningarsögu í vor sem leið þegar hún gaf út sína fyrstu ljóðabók og frumsýndi á sama tíma dansverk við ljóð bókarinnar í Þjóðleikhúsinu, ljóðabálkurinn er magnaður og oft verulega átakanlegur.

„Hlaðborðsveisla myndlíkinga“

„Loks nefni ég lokaatriðið sem alls ekki má lýsa því að sjón er sögu miklu ríkari, en verður gersamlega ógleymanlegt!“ SA, TMM

Hvenær
laugardagur, mars 16
Klukkan
20:00-22:00