Til baka

Við leitum að Auði – Áheyrnarprufur á Akureyri

Við leitum að Auði – Áheyrnarprufur á Akureyri

Leikfélag Akureyrar leitar að leikkonu í hlutverk Auðar í Litlu Hryllingsbúðinni.

Leikfélag Akureyrar frumsýnir söngleikinn Litla hryllingsbúðin í Samkomuhúsinu í október 2024. Leikstjóri: Bergur Þór Ingólfsson.

Við leitum að leikkonum 20-35 ára í hlutverk AUÐAR!

Hæfnikröfur eru:

  1. Háskólamenntun í leiklist.
  2. Umtalsverð reynsla eða menntun í söng og dansi.

Prufurnar verða haldnar í Reykjavík 25. apríl og á Akureyri 1. maí.

Ef þú ert leikkona sem er tilbúin að taka þátt í æfinga- og sýningarferli frá ágúst og fram á haustið, þá endilega skráðu þig!

Þórunn Geirsdóttir sýningastjóri gefur allar nánari upplýsingar á netfanginu thorunn@mak.is

Hvenær
miðvikudagur, maí 1