Til baka

Winter Lullabies and Summer Jazz

Winter Lullabies and Summer Jazz

VERÐANDI

Winter Lullabies and Summer Jazz  er hluti af Listviðburðaröð VERÐANDI í tilefni af 10+1 árs afmæli Menningarhússins Hofs.

Diana Sus heldur útgáfutónleika sína hér í Hofi  þar sem hún spilar lög af sinni fyrstu sóló smáskífu "Winter Lullabies" ásamt úrvali af eldheitum sumardjassi.

Smáskífan er hluti af stærra verkefni þar sem hver hluti er tileinkaður sinni árstíð. "Winter Lullabies" er tileinkuð löngum íslenskum veturum og þá sérstaklega þessum "Covid-vetri" þar sem minningum af sumri og vinum er fagnað. Diana mun einnig syngja lög sem eru ekki enn hljóðrituð. Píanó snillingurinn Risto Laur spilar undir.

Diana Sus er tónskáld og söngkona sem hefur útskrifast af deild Skapandi Tónlistar í Tónlistarskólanum á Akureyri. Hún hefur unnið við margvísleg verkefni. Haldið tónleika, unnið við upptökur á hljómplötu sinni í fjórum hlutum.  "Winter Lullabies" hefur verið samstarf við Sigfús Jónsson úr Hljómbræður Stúdíó ehf og hlaut styrk frá Menningarsjóði Akureyrarbæjar.

Hljómsveitina skipa: 

Diana Sus - söngur 

Kjartan Valdimarsson - Piano

Palmi Gunnarson - kontrabassi

Ingvi Rafn - trommur

 

 

 

Hvenær
miðvikudagur, júní 16
Klukkan
20:00
Hvar
Menningarhúsið Hof, Strandgata, Akureyri
Verð
3000