Mannfólkið breytist í slím hefur verið haldin árlega af listakollektívinu MBS síðan 2018. Sem fyrr er sérstök áhersla lögð á þá miklu grósku sem er að finna í jaðarsenunni norðan heiða með framúrskarandi gestum annarsstaðar að. Úr verður tveggja daga tónlistarhátíð sem á sér enga hliðstæðu á landsbyggðinni.
Hin árlega umbreyting mannfólksins í slím fer fram 28. & 29. júlí árið 2023!
Fram koma:
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir - verndari MBS 2023
Á geigsgötum
Critical
Devine Defilement
Dream The Name
Drinni & The Dangerous Thoughts
Graveslime
Hrotti
Hugarró
jadzia
Kælan mikla
Madonna + Child
Poets, Bullets, Society
Saint Pete
Sóðaskapur
The Validations
virgin orchestra
Nákvæm hátíðardagskrá með tímasetningum verður birt innan tíðar og upphitunartónleikar auglýstir þegar nær dregur.
Engir miðar - borgið sem þið viljið eða getið. Engum er vísað frá vegna fjárskorts!
MBS á vef- og samfélagsmiðlum:
https://www.facebook.com/mbsskifur
https://www.instagram.com/mbsskifur/
Samstarfs- og styrktaraðilar MBS 2023 eru: Akureyrarbær, Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra - SSNE, Norðurorka, Segull 67, HS Kerfi, Prentmet Oddi, Aflið og Akureyri Backpackers.