Mannfólkið breytist í slím 2025
Háskalegasta menningarverkefni Akureyrar!
Mannfólkið breytist í slím er háskalegasta menningarverkefni Akureyrar sem aldrei fer fram á sama stað. Hátíðin hefur verið haldin ár hvert síðan 2018 af listakollektívinu MBS og á sér fáar hliðstæður í menningarlandslaginu.
Mannfólkið breytist í slím er tileinkuð jaðar- og grasrótarmenningu með áherslu á listafólk úr héraði. Hátíðin er fyrst og fremst helguð tónlist en hefð hefur skapast fyrir gjörningalist í bland við tónlistaratriði auk atriða sem dansa mitt á milli listformanna tveggja.
Meðal markmiða verkefnisins er að festa í sessi öfluga menningarhátíð utan meginstrauma á Akureyri svo hún megi efla listalíf svæðisins til frambúðar og skapa tækifæri fyrir ungt listafólk til að koma fram í bland við reyndara.
Dagskrá Mannfólkið breytist í slím 2025:
∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼17. júlí 2025∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼
∼ 20:00 Cohortis
∼ 20:40 Ólöf Rún
∼ 21:30 Hugarró
∼ 22:20 Daveeth
∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼18. júlí 2025∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼
∼ 20:00 Show Guilt
∼ 20:40 Setningarathöfn
Egill Logi Jónasson verndari MBS 2025
∼ 21:00 gubba hori
∼ 22:00 Pitenz
∼ 23:00 Saint Pete
∼ 23:45 Kött Grá Pjé
∼ 00:45 In3dee
∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼19. júlí 2025∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼∼
∼ 20:00 Melodi
∼ 20:40 Alter Eygló
∼ 21:30 Biggi Maus & MeMM
∼ 22:30 Duft
∼ 23:30 Gróa
∼ 00:30 MC Myasnoi
∼ 01:30 Lu_x2
Engir miðar - borgið það sem þið viljið eða getið! Mælt með kr. 3.000!
Hægt er að styrkja MBS í vefverslun félagsins:
Slímið er stjórnlaust. Slímið er óstöðvandi. Slímið blífur.
Samstarfs- og styrktaraðilar MBS 2025 eru: Akureyrarbær, Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra, KEA, Tónlistarsjóður, Norðurorka, Segull 67, HS Kerfi, Prentmet Oddi, Akureyri Backpackers, Aflið & Rás 2.