Til baka

Mannfólkið breytist í slím 2026

Mannfólkið breytist í slím 2026

Háskalegasta menningarverkefni Akureyrar!

Mannfólkið breytist í slím er háskalegasta menningarverkefni Akureyrar sem aldrei fer fram á sama stað. Hátíðin hefur verið haldin ár hvert síðan 2018 af listakollektívinu MBS og á sér fáar hliðstæður í menningarlandslaginu.

Mannfólkið breytist í slím er tileinkuð jaðar- og grasrótarmenningu með áherslu á listafólk úr héraði. Hátíðin er fyrst og fremst helguð tónlist en hefð hefur skapast fyrir gjörningalist í bland við tónlistaratriði auk atriða sem dansa mitt á milli listformanna tveggja.

Meðal markmiða verkefnisins er að festa í sessi öfluga menningarhátíð utan meginstrauma á Akureyri svo hún megi efla listalíf svæðisins til frambúðar og skapa tækifæri fyrir ungt listafólk til að koma fram í bland við reyndara.

 


Dagskrá 2026 verður birt þegar nær dregur auk staðsetningar!
 
 
Hægt er að styrkja MBS í vefverslun félagsins:
 
MBS á samfélagsmiðlum:
https://www.instagram.com/mbsskifur
 
MBS á veraldarvefnum:
https://mbsskifur.is/
 
Slímið er stjórnlaust. Slímið er óstöðvandi. Slímið blífur.
 
Samstarfs- og styrktaraðilar MBS 2025 eru: Akureyrarbær, Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra, KEA, Tónlistarsjóður, Norðurorka, Segull 67, HS Kerfi, Prentmet Oddi, Akureyri Backpackers, Aflið & Rás 2.
Hvenær
16. - 18. júlí
Klukkan
20:00-04:00
Hvar
Kaldbaksgata 9
Verð
Engir miðar - tekið er við frjálsum framlögum