Til baka

Marína Ósk & Ragnar Ólafsson

Marína Ósk & Ragnar Ólafsson

Marína Ósk & Ragnar Ólafsson loksins á Græna hattinum.

Marína Ósk og Ragnar Ólafsson hafa komið víða við í íslensku tónlistarlífi undanfarin ár. Bæði hafa þau hlotið tilnefningar og verðlaun fyrir verk sín og hafa útgáfur þeirra hlotið lof gagnrýnenda víða um heim. Í apríl 2024 munu þau þræða landið og leika listir sínar fyrir landann.

 

 

Söngkonan og lagahöfundurinn Marína Ósk hefur

undanfarin ár haslað sér völl á íslenskri

tónlistarsenu bæði sem söngvaskáld og

jazzsöngkona og nýtur þess að dansa frjálst á milli

stíltegunda. Útgáfur hennar hafa fengið frábæra

gagnrýni hér á landi og erlendis og hlaut hún

Íslensku tónlistarverðlaunin 2023 fyrir Tónverk

ársins í jazzflokki, auk þriggja tilnefninga til

viðbótar. Hún hefur komið víða við undanfarin

misseri og komið fram m.a. með eigin tónleikaröð

í Hljómahöll í Reykjanesbæ, á Jazzhátíð Reykjavíkur,

Oslo Jazzfestival og Winter Jazz Fest í

Kaupmannahöfn. Þess utan hefur hún haldið fjölda

tónleika á Íslandi og í Evrópu.

 

Marína, sem býr í Reykjavík, starfar sem söngkona,

auk þess sem hún kennir söng í hlutastarfi við

Listaháskóla Íslands. Marína hefur gefið út tvær

sólóplötur og vinnur nú bæði að þeirri þriðju og

fjórðu sem væntanlegar eru árin 2024 og 2025.

 

 

Ragnar Ólafsson er hvað þekktastur sem

meðlimur hljómsveitarinnar Árstíðir sem hefur

gefið út 8 hljómplötur og ferðast til meira en 30

landa á tónleikaferðalögum síðustu 15 árin, og

urðu heimsfrægir með flutningi á laginu Heyr,

himna smiður á lestarstöð í Þýskalandi.

Ragnar hefur komið víða við á ferlinum

og starfað með urmul af rokksveitum á borð við

Sólstafi, Sign og Ask the Slave. Þá hefur hann

einnig pródúserað lög fyrir söngvakeppnina og

haslað sér völl sem tónskáld fyrir kvikmyndir og

sjónvarp. Hann var nýlega tilnefndur til Eddu

verðlaunanna fyrir tónlistina sem hann gerði fyrir

þáttaröðina Vitjanir.

 

Ragnar starfrækir sólóverkefni undir eigin nafni

og fer reglulega í tónleikaferðalög um Þýskaland

og Pólland. Þriðja sóló plata Ragnars - Mexico -

verður gefin út vorið 2024.

Hvenær
fimmtudagur, apríl 18
Klukkan
21:00-23:00
Hvar
Græni hatturinn, Hafnarstræti, Akureyri
Verð
4500