Til baka

Mennska bókasafnið

Mennska bókasafnið

Kl. 13.00-16.00 - Komdu í spjall við áhugaverðar manneskjur. Hvaða sögur hafa mennsku bókartitlarnir að geyma?
Þann 27.ágúst næstkomandi, á Akureyrarvöku, ætlum við að halda viðburð á Amtsbókasafninu þar sem lánaðar verða út mennskar bækur.
Eins og áður er enginn aðgangseyrir!

Fyrsta mennska bókasafnið opnaði í Danmörku árið 2000 og síðan þá hafa viðburðir á vegum þeirra farið fram í 85 löndum.
Á hinu mennska bókasafni gefst tækifæri til þess að spjalla í um hálftíma við einstaklinga og spyrja þá út í sínar upplifanir.
Á síðasta viðburði vorum við með 6 bækur: Flóttamaður, Lögregla, Vegan, Tvíkynhneigð, Lífsörmögnun og Öryrki.
Helmingur bókanna verður aftur með okkur og svo bætast fjórar glænýjar í hópinn!
 
Viltu komast að því hvaða mennsku bækur verða í boði?
Kíktu á Amtsbókasafnið á bilinu 13:00-16:00 laugardaginn 27.ágúst!
Þar verðum við með bókalista í anddyrinu og þið getið tekið frá þá titla sem þið eruð spenntust fyrir ef þeir eru þegar í útláni þegar þið komið!
Á borðunum verða líka listar með hugmyndum að spurningum ef ykkur dettur ekkert í hug!
Fyrstir koma, fyrstir fá.

Viðburðurinn er hluti af Akureyrarvöku og styrktur af sóknaráætlun SSNE.
Hvenær
laugardagur, ágúst 27
Klukkan
13:00-16:00
Hvar
Amtsbókasafnið á Akureyri, Brekkugata, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir