Til baka

Mennska bókasafnið

Mennska bókasafnið

Það er ómetanlegt að geta miðlað mismunandi reynsluheimum í formi samtals.
Þann 11. maí næstkomandi ætlum við að halda viðburð á Amtsbókasafninu þar sem lánaðar verða út Mennskar bækur.
Á hinu Mennska bókasafni gefst tækifæri til þess að spjalla í um hálftíma við einstaklinga sem standa frammi fyrir ólíkum og mögulega mjög framandi áskorunum og heyra þeirra hlið í þeirra eigin orðum.
Fyrsta Mennska bókasafnið opnaði í Danmörku árið 2000 og síðan þá hafa viðburðir á vegum þeirra farið fram í 85 löndum.
Dæmi um bókatitla sem hafa verið á viðburðum úti í heimi eru til dæmis:
ADHD, Óvirkur alkóhólisti, Kulnun, Innflytjandi.
Viltu komast að því hvaða mennsku bækur verða í boði?
Kíktu á Amtsbókasafnið á bilinu 13:00-16:00 laugardaginn 11. maí!
Þar verðum við með bókalista í anddyrinu og þið getið tekið frá þá titla sem þið eruð spenntust fyrir ef þeir eru þegar í útláni þegar þið komið.
Fyrstir koma, fyrstir fá
Enginn aðgangseyrir!
Mennska bókasafnið er styrkt af sóknaráætlun SSNE
Hvenær
laugardagur, maí 11
Klukkan
13:00-16:00
Hvar
Amtsbókasafnið, Brekkugata, Akureyri