Til baka

Merkigil - konan í dalnum og dæturnar sjö

Merkigil - konan í dalnum og dæturnar sjö

Áhugaverð söguganga um hrikalega náttúru og afskekkta eyðibyggð.

Farið frá Akureyri vestur í Skagafjörð og fram Kjálka. Fyrsta stopp er við gamla bæinn á Tyrfinsstöðum en undanfarið hefur markvisst verið unnið að endurbyggingu torfhúsanna þar. Því næst er farið að norðurbrún Merkigils og gengið þaðan yfir gilið, heim að bænum Merkigili og svo yfir Monikubrú þar sem bíll bíður hópsins. Lengd göngunnar er um 8 km. Þeir sem það kjósa geta sleppt göngunni og farið með bílnum að Monikubrú og mögulega gengið eftir vegi á móti hópnum. Eftir þægindastopp í Varmahlíð er farið að Reykjafossi áður en haldið er af stað til Akureyrar.

Í ferðinni verður sagt frá svæðinu og ábúendum á Merkigili í Austurdal. Monika Helgadóttir húsfreyja er þjóðkunn persóna en Guðmundur G. Hagalín skrifaði ævisögu hennar sem var gefin út árið 1954.

Hvenær
miðvikudagur, júní 22
Klukkan
08:00-17:00
Hvar
Oddeyrarbót 2
Verð
Frá kr. 11.200