Til baka

Miðaldadagar á Gásum

Miðaldadagar á Gásum

17. – 18. júlí 2021

Miðaldadagar á Gásum verða næst haldnir 17. – 18. júlí 2021.

Líf og starf fólks í Gásakaupstað miðalda er endurvakið á Miðaldadögum sem haldnir eru um miðjan júlí ár hvert. Kaupstaðurinn iðar af lífi og starfi miðaldafólks með fjölbreyttustu viðfangsefni.  Iðnaðarmenn með brennisteinshreinsun, tré- og járnsmíðar, útskurð, leirgerð og viðgerðir á nytjahlutum. Bogar og örvar eru smíðaðir. Knattleikur er iðkaður af miklu kappi. Gestir kynnast vígfimum Sturlungum og vígamönnum í för erlendra kaupmanna og er fátt eitt upptalið. 

Hægt er að greiða með korti við inngang en inni á miðaldarmarkaðinum er eingöngu hægt að versla með reiðufé.

Gestir eru hvattir til að taka með nesti og njóta þess í skemmtilegur og fallegu umhverfi Gása.

Fróðleg 2 mínútna kynning á Gásum

 

Leiðarlýsing til Gása:
Gásir eru við Hörgárósa í Eyjafirði, 11 km norðan við Akureyri.
Þegar ekið er frá Akureyri til norðurs eftir þjóðvegi 1, líkt og stefnan sé tekin til Reykjavíkur, er beygt til hægri eftir 4 km, inn á veg númer 816, eftir honum er ekið u.þ.b. 6 km eða þangað ekið er inn á bílastæðið við Gása.

Hvergi á Íslandi eru varðveittar jafnmiklar mannvistarleifar frá verslunarstað frá miðöldum. Gásir voru helsti verslunarstaður á Norðurlandi á miðöldum og er staðarins víða getið í fornritum frá 13. og 14. öld.
Nánar um verslun hér.

Hvenær
17. - 18. júlí
Hvar
Gásir, Dagverðareyrarvegur
Nánari upplýsingar