Til baka

Morgunflot í Sundlaug Akureyrar

Morgunflot í Sundlaug Akureyrar

Kl. 09.30-10.30 - Byrjaðu daginn á fljótandi slökunarstund í tilefni Akureyrarvöku.

Verið velkomin í fljótandi slökunarstund þar sem við upplifum heilandi stund saman í tímaleysi umlukin vatninu. Flotviðburður þar sem að saman munum við fljóta inn í ástand slökunar og friðsældar í líkama, huga og sál.

Flotviðburðurinn er undir handleiðslu Unnar Valdísar hönnuðar Flothettu. Upplifunin miðar að því að leiða þátttakendur inn í djúpt slökunarástand í vatninu og eiga saman fallega og nærandi samverustund.

Gefandi samvera í vatninu er dásamleg upplifun og það að fljóta um í þyngdarleysinu gerir heilsubætandi áhrif flotsins margþætt. Hvíld og verkjalosun, bættur svefn og meiri ró er meðal þess sem þakklátir þátttakendur hafa nefnt sem ástæðu þess að þeir koma aftur og aftur til að fljóta.

Ekki þarf að skrá sig á viðburðinn en takmarkaður fjöldi kemst að.
Fyrstur kemur, fyrstur fær.

Flotbúnaður á staðnum fyrir þá sem ekki eiga slíkan búnað.


Viðburðurinn er styrktur af Akureyrarvöku.

Hvenær
laugardagur, ágúst 27
Klukkan
09:30-10:30
Hvar
Sundlaug Akureyrar, Skólastígur, Akureyri
Verð
Aðgangseyrir í sundlaug
Nánari upplýsingar

Nánar um Flothettuna HÉR