Til baka

Múmín dagurinn

Múmín dagurinn

Í ár er fyrsta múmínbókin 80 ára! Við ætlum að halda upp á afmælið á Amtinu!
Eftir að hafa haldið Harry Potter daginn heilagann mörg ár í röð höfum við nú ákveðið að breyta til og vera með nýtt þema árlega á sumrin. Í ár er fyrsta múmínbókin 80 ára og því við hæfi að halda upp á sérstakan múmíndag hérna á safninu! Dagurinn er hugsaður fyrir fjölskyldufólk en öll eru að sjálfsögðu velkomin.
Það sem veður í boði:
-Blómakransaverkstæði Snorkstelpunnar (ef veður leyfir)
-Gerið ykkar eigin (múmín)bolla á kaffiteríunni
-Múmín Ratleikur um safnið
-Orðasúpa, litablöð, skreytingar og fleira!
 
Nánari upplýsingar þegar nær dregur - takið daginn frá!
Múmíndagurinn er partur af Listasumri á Akureyri
Hvenær
þriðjudagur, júlí 8
Klukkan
10:00-19:00
Hvar
Amtsbókasafnið, Brekkugata, Akureyri
Verð
Ekkert þátttökugjald