Til baka

Murky Waters

Murky Waters

Spennandi listasýning

Beneath • the • murky • water • face
Within • dim • forest • deep
Here • lies • a • world • free • of • your • gaze
We • roam • while • most • folk • sleep

Nathalie Golde Sørensen og Fríða Karlsdóttir útskrifuðust með BA gráður sínar í list og hönnun við Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam og koma nú saman aftur til að vinna að listasýningu. Þar sem þær koma frá tveim löndum, Íslandi og Danmörku mætast þær í gömlu norrænu menningunni, og deila þjóðtrú og þjóðsögum. Nathalie og Fríða skoða mismunandi myndir hinseginleika innan þessara sagna, og rekja þær upp, aðeins til að vefa þær aftur saman sem nýjar.

Sýningin verður í Sigurhæðum og byrjar með opnun á föstudagskvöldinu.

 

// Opnunartímar //

Opnun Sýningar föstudag 19.00 til 22.00

Laugardagur: 12.00 til 20.00

Sunnudagur: 12.00 til 20.00

 

// Um listakonurnar //

Báðar vinna með sagnagerð, þjóðtrú og þjóðsögur sem byrjunar punkt í sinni eigin, og sameiginlegri listsköpun.

Fríða Karlsdóttir er myndlistarkona frá Akureyri. BA ritgerð hennar The Wart on the Witch’s Nose fjallar um kvenkyns sögumenn og kvenkyns persónur (nornir) í þjóðsögum og þeirra sögulegu viðveru í okkar menningu. Mörg verka hennar skoða hvað kvenleiki er og hvað það er að vera kona, með sögulegri skírskotun og í nútímasamfélagi. Hún skoðar hugmyndina um karllæga sjónmálið (male gaze) og lokkar inn áhorfendur með kunnugleika og þægindum aðeins til að snúa við blaðinu og sýna stingandi hlið af kvenleika sem er stundum ógeðslegur, stundum ruddalegur og fer þvert á hugsjónir samfélagsins.

Nathalie Golde Sørensen er sjónlistarkona sem lifir og starfar í Amsterdam. Þemun í verkum hennar eru innblásin af sagnagerð, þjóðsögum og fabúlum. Sérstaklega, hvernig menningin er varðveitt óafvitandi í tungumálinu. Í verkum hennar veltir hún fyrir sér nútímanum á meðan hún íhugar hvað hefur gengið á á undan og skoðar umfjöllunarefni sem snerta á feminisma og hinseginleika.

 


Verkefnið er styrkt af Menningarsjóði Akureyrar

 

 

Hvenær
30. júlí - 1. ágúst
Hvar
Sigurhæðir, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir