Til baka

Myndir án tilgangs, eða Í samtímalist er allt mögulegt, nema að efast

Myndir án tilgangs, eða Í samtímalist er allt mögulegt, nema að efast

Myndlistarsýning Aðalsteins Þórssonar

Myndlistarsýning Aðalsteins Þórssonar, Myndir án tilgangs, eða Í
samtímalist er allt mögulegt, nema að efast. Opnar í Kaktus
Kaupvangsstræti 8 - 12 á Akureyri föstudaginn 19. apríl kl. 20.
Myndir án tilgangs samanstendur af nýjum málverkum, akríl á pappír og
blýantsteikningum þar sem listamaðurinn lætur hendina reika í algjöru
hugsunsrtleysi um myndflötinn eða því sem næst, án nokkurrar
sannfæringar eða tilgangs. Er þetta list?
Aðalsteinn Þórsson f. 1964 í Eyjafirði. 1989 hóf hann nám í
Myndlistaskólanum á Akureyri. Hann lauk MFA námi frá Dutch
Artinstitute, ArtEz árið 1998, þá Aki2 í borginni Enchede í Hollandi,
Aðalsteinn hefur verið starfandi myndlistamaður síðan. Fyrst í Hollandi
en hefur verið búsettur á Íslandi frá árinu 2016. Hann hefur haldið fjölda
einkasýninga, tekið þátt í samsýningum og viðburðum auk þess að vera
sýningarstjóri. Aðalsteinn hefur einnig látið að sér kveða í félagsmálum
menningarinnar. Megin verkefni hans er þó Einkasafnið, umhverfisverk
sem hann starfrækir í gróðurvin í Eyjafjarðarsveit 10 km. sunnan
Akureyrar, auk þess að teikna og mála í frístundum. Það er erfitt að
losna undan gömlum vana.
Sýningin verður opin 19. frá kl. 20, 20. apríl 14 -17 og 21 apríl frá 15 -
18. Aðeins þessi eina sýningarhelgi.
www.steini.art er vefsíða Aðalsteins

---------------------------
Kaktus er styrktur af SSNE og Menningarsjóði Akureyrar

Hvenær
föstudagur, apríl 19
Klukkan
20:00-22:00
Hvar
Kaktus, Kaupvangsstræti, Akureyri