Til baka

Myndlistaverkstæði fyrir börn

Myndlistaverkstæði fyrir börn

Spennandi myndlistarverkstæði fyrir börn á aldrinum 6-12 ára.

Opið myndlistarverkstæði fyrir börn á aldrinum 6 – 12 ára í Deiglunni laugardaginn 17. apríl kl. 13:00 – 16:00.
Hægt verður að þrykkja einþrykk og hæðarprent með einföldum efnum á pappír.

Einnig stendur til boða að mála, gera skúlptúra úr tré, pappír og endurunnu efni.
Myndlistarmenn og kennarar leiðbeina. Börnin geta komið og verið eins lengi eða stutt og þau vilja og prófað ýmsa miðla. Lagt er til að forráðamenn séu nálægt og við hvetjum forráðamenn og börn til að vinna saman. Börnin geta tekið verkin með sér heim að degi loknum.

 


Verkefnið nýtur stuðnings Akureyrarbæjar og er hluti af Barnamenningarhátíð.

 

Hvenær
laugardagur, apríl 17
Klukkan
13:00-16:00
Hvar
Deiglan Gilfélagið, Kaupvangsstræti, Akureyri
Verð
Ekkert þátttökugjald
Nánari upplýsingar