Til baka

Mývatnssveit - kvöldferð

Mývatnssveit - kvöldferð

Gönguferð með SBA

Dagsferð frá Akureyri sem hentar öllum aldurshópum. Lagt af stað frá Akureyri kl.15:00. Gangan hefst við upplýsingamiðstöðina í Reykjahlíð og endar við Birtingatjörn á Kálfaströnd, samtals 13 km um einstaklega fjölbreytt landslag. Gengið eftir slóðum og stígum alla leið en á köflum eru þeir grófir og ójafnir þannig að nauðsynlegt er að vera í góðum skóm og göngustafir geta komið sér vel. Gangan skiptist upp í nokkra leggi:

  • Reykjahlíð - Grjótagjá, ca 2 km.
  • Grjótagjá - Hverfjall, ca 2 km.
  • Hverfjall - Dimmuborgir, ca 6 km. Þátttakendur velja hvort þeir ganga yfir fjallið eða meðfram fjallinu.
  • Dimmuborgir - Birtingatjörn, ca 3 km.

Rútan fer á milli allra áfangastaða þannig að þátttakendur geta valið hvaða leggi þeir ganga. 

Þetta er ferð með leiðsögn á íslensku. Á leiðinni verður sagt frá sögu og jarðfræði svæðisins.

Áætluð koma til Akureyrar er milli kl. 22:30 og 23:00

Hvenær
fimmtudagur, júlí 9
Hvar
Akureyri