Til baka

Norðlensk hönnun og handverk

Norðlensk hönnun og handverk

Norðlensk hönnun og handverk stendur fyrir veglegri sýningu í Hlíðarbæ 9.-10. maí!

Norðlensk hönnun og handverk stendur fyrir veglegri sýningu í Hlíðarbæ 9.-10. maí! (Ath. áður áætlað 21.-22. mars).

Verið hjartanlega velkomin að njóta glæsilegrar sýningar í björtu og notalegu umhverfi. Tækifæri gefst til að kaupa norðlenska gæða hönnun, handverk og matvöru milliliðalaust af hönnuðum, handverksfólki og matgæðingum.

Auk þess verða Regla musterisriddara á Akureyri og Kvenfélag Hörgdæla með veglegan kökubasar til styrkar góðu málefni.

Nýja Kaffibrennslan ehf býður gestum upp á ilmandi, nýlagað kaffi! Og það verður listasmiðja fyrir börn á öllum aldri.

Hvar: Í Hlíðarbæ, 604 Akueyri. (Enn merkt 601 á ja.is).
Hlíðarbær er fyrrum félagsheimili sem stendur sjávarmegin við þjóðveg 1, fáeina kílómetra norðan Akureyrar og blasir við frá veginum.

Hvenær:
Laugardaginn 9. maí kl. 11-17 og sunnudaginn 10. maí kl. 11-17.

Við tökum fagnandi á móti ykkur og þiggjum með þökkum að þið bjóðið fleirum með!

Kær kveðja,

Agndofa hönnunarhús
Aldörk
Blúndur og blóm
BOM silver - Bryndís Pernille Magnúsdóttir
Bryndís Fanný Línuland
Böggvisbrauð
Fjölnota
Hilma - hönnun og handverk
Hjartalag
Hm Handverk
Huldubúð
Jón Hólmgeirsson
Linda Björk Art
LINDA ÓLA art
Milli Fjöru & Fjalla
Orðakaffi • Lunch buffet • Pastry • Café
Spæjaraskólinn
Studio Vast
Undra

Hvenær
9. - 10. maí
Klukkan
11:00-17:00
Hvar
Hlíðarbær
Nánari upplýsingar