Til baka

Norðlensk hönnun og handverk í Hlíðarbæ

Norðlensk hönnun og handverk í Hlíðarbæ

Glæsileg sýning Norðlenskrar hönnunar og handverks þar sem 23 sýnendur koma saman.

Vönduð og falleg sýning á aðventu þar sem 23 sýningaraðilar koma saman.

Hér gefst tækifæri til að gera sér glaðan dag í upphafi aðventu, hitta sýnendur og kaupa vörur milliliðalaust af hönnuðum, handverksfólki og sælkerameisturum úr héraði. 

Börn eru hjartanlega velkomin og fyrir þau verður listasmiðja á sviðinu. 

Einnig verður kökubasar í boði þriggja kvenfélaga á svæðinu og ilmandi kaffi í boði Nýju kaffibrennslunnar.

Við stefnum á ljúfa og notalega stemningu og hlökkum til að taka á móti ykkur sem lítið við hjá okkur í Hlíðarbæ.

F.h. sýnenda,

Kristín S. Bjarnadóttir og Sigrún Björg Aradóttir,

framkvæmdastýrur Norðlenskrar hönnunar og handverks sýninga

Hvenær
26. - 27. nóvember
Klukkan
10:00-18:00
Hvar
Hlíðarbær, Akureyri
Verð
Frítt inn