Til baka

Októberréttarfest

Októberréttarfest

Hausttónleikar Tríós Akureyrar og Ellu Völu - Októberfesttónlist Þjóðverja í samblandi við íslenska réttarsöngva
Prost og skál!
Í haust mætist oktoberfesttónlist Þjóðverja og réttasöngvar Íslendinga í haustdagskrá Tríós Akureyrar og Ellu Völu Ármannsdóttur!
Hress lög og róleg í bland, eitthvað til að dilla sér við, eitthvað til að syngja með og eitthvað til að skála yfir.

OKTÓBERRÉTTARFESTIÐ verður í Ketilkaffi 28. okt kl. 20:00. Ókeypis inn meðan húsrúm leyfir og happy hour á bjór allt kvöldið!
Tríó Akureyrar samanstendur af þeim Valmari Väljaots fiðluleikara, organista, kórstjóra o.fl., Jóni Þorsteini Reynissyni harmonikkuleikara, söngvara og tónlistarkennara, og Erlu Dóru Vogler söngkonu og verkefnastjóra. Fyrir haustdagskrána hafa þau fengið til liðs við sig hina ofur svölu Ellu Völu Ármannsdóttur horn- og altmugligtleikara.

Haustdagskrá Tríós Akureyrar er styrkt af Menningarsjóði Akureyrar.
#menningarsjodur #akureyri

 

 

 

Hvenær
fimmtudagur, október 28
Klukkan
20:00-21:30
Hvar
Ketilkaffi, Kaupvangsstræti, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir
Nánari upplýsingar

Tríó Akureyrar á Facebook HÉR