Til baka

Olga 10 ára afmælisferð / Sumartónleikar í Akureyrarkirkju

Olga 10 ára afmælisferð / Sumartónleikar í Akureyrarkirkju

Olga Vocal Ensemble heldur tónleika í Akureyrarkirkju og fagnar 10 ára starfsafmæli á árinu.

Olga Vocal Ensemble hélt sína fyrstu tónleika á Íslandi sumarið 2013 og hefur heimsótt Ísland á hverju ári síðan þá, að undanskildu árinu 2020. Á tónleikunum í Akureyrarkirkju mun Olga fagna 10 ára afmælinu og syngja sín uppáhalds lög, allt frá klassíkum verkum yfir í popp og jazz lög og allt þar á milli. Mörg af þeim lögum sem flutt verða á tónleikunum hafa verið gefin út á plötum en Olga hefur gefið út 5 plötur síðan árið 2013 og árið 2021 komu út tvær, Aurora og Winter Light. Á tónleikunum verður hægt að kaupa þær plötur sem í boði eru auk þess sem hægt er að hlusta á þær á Spotify til að koma sér í gírinn fyrir tónleika. Hópinn skipa þeir Jonathan Ploeg, Matthew Lawrence Smith, Arjan Lienaerts, Pétur Oddbergur Heimisson og Philip Barkhudarov.

Öll velkomin.

Nánari upplýsingar:
Dagsetning: 9. júlí
Tímasetning: kl. 17 - Húsið opnar 16.30
Staðsetning: Akureyrarkirkja
Aðgangseyrir: Frjáls framlög

Sumartónleikar í Akureyrarkirkju eru styrktir af Menningarsjóði Akureyrar.


Viðburðurinn er hluti af Listasumri 2023.

Hvenær
sunnudagur, júlí 9
Klukkan
17:00-18:00
Hvar
Akureyrarkirkja, við Eyrarlandsveg, Akureyri
Verð
Frjáls framlög