Til baka

Öll bestu lög Vilhjálms Vilhjálmssonar

Öll bestu lög Vilhjálms Vilhjálmssonar

Tónleikar

Einir vinsælustu tónleikar Rigg viðburða verða settir upp í Hofi laugardaginn 19. september en þeir hafa hlotið einróma lof undanfarin ár.
Einstök stund sem unnendur Vilhjálms Vilhjálmssonar mega ekki missa af. Frábær skemmtun fyrir unga sem aldna!

Friðrik Ómar syngur lög Vilhjálms ásamt hljómsveit undir stjórn Jóns Ólafssonar píanóleikara.

Friðrik hóf ungur að árum að syngja lög Vilhjálms. Björt og fögur söngröddin minnir óneitanlega á áferð raddar Vilhjálms og ekki síður skýrmælgin sem einkenndi söng Vilhjálms. Á þessum glæsilegu tónleikum mun Friðrik flytja lögin sem lifa með þjóðinni sem Vilhjálmur söng á sínum ferli ásamt færustu hljóðfæraleikurum þjóðarinnar. Hljómsveitarstjóri og píanóleikari er enginn annar en Jón Ólafsson en hann skrifaði ævisögu Vilhjálms sem kom út árið 2008. Sérstakur gestur er Katrín Halldóra Sigurðardóttir sem sló svo rækilega í gegn í hlutverki Ellýjar, systir Vilhjálms, í Borgarleikhúsinu. Útsetningar eru í höndum Karls Olgeirssonar.

 

 

 
Hvenær
laugardagur, september 19
Hvar
Menningarhúsið Hof, Strandgata, Akureyri
Nánari upplýsingar