Til baka

Ópera fyrir leikskólabörn

Ópera fyrir leikskólabörn

Alexandra Chernyshova, sópran og tónskáld og Jón Svavar Jósefsson, baritón og hljóðmaður ætla að flytja óperu fyrir leikskólabörn.

Alexandra og Jón ætla að heimsækja eldri deildir leikskóla á Akureyri með sýninguna Ópera fyrir leikskólabörn. Markmið óperusýningarinnar er að opna töfraheima óperunnar fyrir leikskólabörnum. Ævintýraheimur hennar verður kannaður og börnin taka virkan þátt í sýningunni, þau fá að hlusta, dansa og syngja með óperutónlistinni.


Verkefnið er styrkt af Barnamennngarsjóði Akureyrarbæjar.

Hvenær
26. - 27. apríl
Klukkan
09:00-16:00
Hvar
Innan leikskóla á Akureyri
Verð
Ekkert þátttökugjald
Nánari upplýsingar

Heimasíða Alexöndru Chernyshova HÉR.

Facebook síða - Ópera fyrir leikskólabörn HÉR.