Til baka

Ópera fyrir leikskólabörn / Sýning 3

Ópera fyrir leikskólabörn / Sýning 3

Töfrahurð óperunnar verður opnuð fyrir leikskólabörn í tilefni Barnamenningarhátíðar.

"Ópera fyrir leikskólabörn“ heimsækja Akureyri á Barnamenningarhátiðinni.

Frumkvöðull og höfundur óperuleiksýningarinnar er alþjóðaverðlaunað tónskáld og sópransöngkona Alexandra  Chernyshova sem mun syngja hlutverk Álfadrottningarinnar. Hún samdi fallega óperutónlist fyrir sýninguna. Barítonsöngvarinn og dansarinn Jón Svavar Jósefsson fer með hlutverk íkornans Ratatöski. Flytjendur leiða leikskólakrakka inn í ævintýraheim óperunnar "Ævintýrið um norðurljósin" og verða klædd í töfra óperubúninga. Börnin fá að dansa, syngja með, hlusta á óperutónlist og kíkja inn fyrir töfrahurð óperunnar. 

Lengd sýningar er 20minútur og ætluð fyrir börn á leikskóla og yngsta skólastiginu.


Takmarka þarf fjölda foreldra og forráðamanna á hverjum viðburði við 20 og virða eins metra regluna. Fólk er beðið að virða núgildandi sóttvarnarreglur yfirvalda í hvívetna. Sjá nánar á www.covid.is


Viðburður á Facebook HÉR


Viðburðurinn er haldin í tengslum við Barnamenningarhátíð á Akureyri og nýtur stuðnings Akureyrarbæjar.

Hvenær
laugardagur, nóvember 14
Klukkan
13:30-14:00
Hvar
Listasafnið á Akureyri, Kaupvangsstræti, Akureyri
Nánari upplýsingar

Enginn aðgangseyrir.

Sýningarnar verða þrjár: kl.11:30; kl.12:30 og 13:30.