Til baka

Opið hús & hjólabrettahönnunarkeppni

Opið hús & hjólabrettahönnunarkeppni

Kíktu í heimsókn til Eika og félaga.

Í tilefni Barnamenningarhátíðar býður Braggaparkið áhugasömum börnum og ungmennum að prófa nýjustu innanhússaðstöðuna á Akureyri fyrir hjólabretti, línuskauta, hlaupahjól og BMX-hjól. Hægt er að fá lánað bæði hjólabretti og hlaupahjól. Athugið að hjálmaskylda er fyrir 16 ára og yngri.

Einnig geta áhugasamir skreytt hjólabrettaplötur sem hengdar verða upp í lok dags.

Einungis verður hægt að skreyta plötur á Opnu dögum Braggaparksins. Dómnefnd fer yfir listaverkin og tilkynnir á Opnunarhátíð Skálarinnar 10. maí hvaða listamaður fær grafíkina sína prentaða á alvöru hjólabrettaplötu. 

 


Verkefnið nýtur stuðnings Akureyrarbæjar og er hluti af Barnamenningarhátíð.

Hvenær
mánudagur, apríl 19
Klukkan
14:00-19:00
Hvar
Braggaparkið Skatepark, Laufásgata, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir
Nánari upplýsingar