Til baka

Opið hús í Braggaparkinu

Opið hús í Braggaparkinu

Opið hús og örnámskeið (hlaupahjól)

Í tilefni Barnamenningarhátíðar býður Braggaparkið áhugasömum börnum og unglingum að prófa nýjustu innanhússaðstöðuna á Akureyri fyrir hjólabretti, línuskauta, hlaupahjól og BMX-hjól.

Í tilefni dagsins verður örnámskeið kl. 16 fyrir þá sem vilja prófa hlaupahjól. Kennarar verða vel valdir hlaupahjólasnillingar.

Athugið að engin lánshlaupahjól eru á staðnum. Hjálmaskylda er í Braggaparkinu fyrir yngri en 16 ára og því nauðsynlegt að koma með hjálm.


Takmarka þarf fjölda foreldra og forráðamanna á hverjum viðburði við 20 og virða tveggja metra regluna. Fólk er beðið að virða núgildandi sóttvarnarreglur yfirvalda í hvívetna. Sjá nánar á www.covid.is


Viðburður á Facebook HÉR


Viðburðurinn er haldin í tengslum við Barnamenningarhátíð á Akureyri sem fer fram í október.

Hvenær
fimmtudagur, október 22
Klukkan
16:00-19:00
Hvar
Braggaparkið Skatepark, Laufásgata, Akureyri
Nánari upplýsingar

Enginn aðgangseyrir.