Til baka

Opið hús með jólaívafi

Opið hús með jólaívafi

Opið hús Majó í Laxdalshúsi.

Myndlistarmaðurinn Jónína Björg Helgadóttir og hönnuðurinn Marta Sigríður Róbertsdóttir taka á móti ykkur í elsta húsi bæjarins, þar sem hægt verður að skoða myndlist, módel, íslenskt handverk og eitthvað matarkyns líka. Hugguleg stemming og tilvalið að kíkja á húsið í leiðinni. Í Laxdalshúsi er rekið fyrirtækið Majó með sína fjölbreyttu starfsemi. Þar eru m.a. vinnustofur myndlistamannsins Jónínu Bjargar Helgadóttur og hönnuðarins Mörtu Sigríðar Róbertsdóttur. Nú fyrir jólin ætla þær að hafa opið hús í þessu elsta húsi bæjarins með huggulegri jólastemmingu. Þar hlakka þær til að taka á móti gestum og verða með ýmislegt til sýnis og sölu. Má þar nefna verk Jónínu Bjargar, sem eru fjölbreytt myndlistaverk, frá litlum grafíkverkum til stórra olíumálverka, verk Mörtu, en hún mun sýna grafíkverk og módel, jólalegt handverk eftir Stefaníu Gerði Sigmundsdóttur, prjónavörur og prjónabækur eftir Önnu Kristínu Helgadóttur (Prjónafjör), eitthvað matarkyns og að lokum gjafabréf Majó. 

Allir eru hjartanlega velkomnir að kíkja við og skoða húsið og það sem leynist í því.

Opið föstudag-sunnudag kl. 14-18.
Einnig verður opið dagana 3.-5. des, og 17.-22. des, kl. 14-18.

 

 

Hvenær
26. - 28. nóvember
Klukkan
14:00-18:00
Hvar
Hafnarstræti 11
Verð
Enginn aðgangseyrir