Til baka

Opið í húsi Hákarla -Jörundar

Opið í húsi Hákarla -Jörundar

Endurhönnuð sýning um sögu hákarlaveiða og mannlífs í Hrísey.

Í allt haust hefur verið unnið að breytingum á Húsi Hákarla-Jörundar. Endurhönnun sýningar, textagerð og vinna við sýningarlýsingu hefur farið fram innandyra, en að utan hefur húsið verið málað og lokið við gerð skiltis.

Að þessu tilefni verður opið hús fimmtudaginn 9. desember frá 14-18. Eru eyjarskeggjar, sem og aðrir gestir, hvattir til að kíkja við og skoða uppbyggingu- og atvinnusögu Hríseyjar í nýrri uppsetningu og þiggja léttar veitingar í tilefni dagsins.

Linda María Ásgeirsdóttir formaður Ferðamálafélags Hríseyjar og Sigríður Örvarsdóttir safnafræðingur og hönnuður að endurgerð sýningar verða á staðnum til spjalls og ráðagerða.

Verið hjartanlega velkomin.

Hvenær
fimmtudagur, desember 9
Klukkan
14:00-18:00
Hvar
Hrísey