Í Slímstöðinni, sem er skapandi rými á Eyrinni, fer fram umtalsverð frumsköpun tónlistar. Kollektífið sem sér um rekstur rýmisins opnar dyr stöðvarinnar fyrir gestum og gangandi, sem fá tækifæri til að heyra afrakstur síðustu mánaða og fá nasaþefinn af því að vera með á hljómsveitaræfingu.