Til baka

Opnunarhátíð Skálarinnar í Braggaparkinu - FRESTAÐ

Opnunarhátíð Skálarinnar í Braggaparkinu - FRESTAÐ

Í ljósi aðstæðna hefur opnunarhátíðinni verið frestað um óákveðinn tíma. Þess í stað verður opinn dagur líkt og síðastliðna fimmtudaga. Frítt inn og opið frá kl. 12-19. Plötusnúður spilar fyrir gesti milli kl. 16-19

 

Eina hjólabrettaskálin á landinu verður formlega opnuð á Barnamenningarhátíð og býður Braggaparkið áhugasömum börnum og unglingum að prófa þessa mögnuðu viðbót við innanhússaðstöðuna.

Í tilefni dagsins verður örnámskeið kl. 16 fyrir þá sem vilja prófa að renna sér á hjólabretti í Skálinni. Kennari er Eiki Helgason og með honum verða vel valdir hjólabrettasnillingar. Kl. 16:30 - 19:00 heldur plötusnúður uppi fjörinu við Skálina. Sannkallað partý sem enginn ætti að missa af.

Lánsbretti eru á staðnum fyrir þá sem ekki eiga hjólabretti. Hjálmaskylda er í Braggaparkinu fyrir yngri en 16 ára og því nauðsynlegt að koma með hjálm.


Takmarka þarf fjölda foreldra og forráðamanna á hverjum viðburði við 20 og virða tveggja metra regluna. Fólk er beðið að virða núgildandi sóttvarnarreglur yfirvalda í hvívetna. Sjá nánar á www.covid.is


Viðburðurinn á Facebook HÉR


Viðburðurinn er haldin í tengslum við Barnamenningarhátíð á Akureyri sem fer fram í október og nýtur stuðnings Akureyrarbæjar.

Hvenær
fimmtudagur, október 29
Klukkan
16:00-19:00
Hvar
Braggaparkið Skatepark, Laufásgata, Akureyri
Nánari upplýsingar

Enginn aðgangseyrir.