Til baka

Opnunarhátíð Skálarinnar í Braggaparkinu

Opnunarhátíð Skálarinnar í Braggaparkinu

Komdu og prófaðu einu hjólabrettaskál landsins.

Eina hjólabrettaskálin á landinu verður formlega opnuð á Barnamenningarhátíð og býður Braggaparkið áhugasömum börnum og unglingum að prófa þessa mögnuðu viðbót við innanhússaðstöðuna.

Hægt er að fá lánað bæði hjólabretti og hlaupahjól. Athugið að hjálmaskylda er fyrir 16 ára og yngri.

Í tilefni dagsins mun Dj Björgvin Máni þeyta skífum við Skálina. Einnig mun dómnefnd Braggaparksins tilkynna hvaða listamaður hefur unnið hjólabrettahönnunarkeppnina og fær grafíkina sína prentaða á alvöru hjólabretti.


Verkefnið nýtur stuðnings Akureyrarbæjar og er hluti af Barnamenningarhátíð.

 

Hvenær
mánudagur, maí 10
Klukkan
14:00-19:00
Hvar
Braggaparkið Skatepark, Laufásgata, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir
Nánari upplýsingar