Til baka

Orgelkrakkar

Orgelkrakkar

Orgelkrakkar er listgjörningur fyrir börn sem samanstendur af byggingarlist og tónlistarflutningi.

Orgelkrakkar -  er verkfræði og tónlistarstund en um stórfróðlegt og skemmtilegt verkefni er að ræða sem getur höfðað til breiðs aldurshóps og hefur notið mikillar velgengni í Evrópu undanfarin ár. Hópur þátttakenda skemmtir sér konunglega við það að setja saman orgelið, pípu fyrir pípu, raða nótum og tengja við vindhlöðu, setja saman orgelhúsið og leika á orgelið. Í lok stundar flytja stjórnendurnir tveir stutta tónleika með verkum sem eru sérsamin fyrir svona smáorgel, en til eru nokkur ævintýri fyrir orgel og sögumann sem samin hafa verið sérstaklega fyrir orgel af þessari tegund og geta börnin bæði tekið þátt í flutningi og verið áhorfendur að þeim ævintýrum. Einnig verður frumflutt nýtt tónlistarævintýri fyrir krakkaorgel og sögumann. 

Orgelið sem um ræðir og notað er er afar einfalt að gerð, lítið og nett. Það kemur í kassa sem er 80x40x40 cm, er ca. 50 kíló og er til þess gert að taka í sundur og setja saman aftur. Svona eins og úr legó eða trékubbum. Það passar á venjulegt borð og það tekur u.þ.b. 40 mínútur fyrir lítinn hóp að setja það saman. Það hljómar þegar blásið er lofti í það með belgjum, sem börn eða fullorðnir geta stjórnað og hægt er að spila á það. 

Orgelkrakkar verða í kapellu Akureyrarkirkju dagana 7. - 9. apríl á eftirfarandi tímum: 

Miðvikudagur 7. apríl kl. 16.30-17.30 

Fimmtudagur 8. apríl kl. 14.00 og 15.00 

Föstudagur 9. apríl kl. 14.00 


Stundin sem tekur klukkutíma er ætluð krökkum á aldrinum 7-12 ára.
Umsjón með stundinni hefur Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. 

 


Verkefnið nýtur stuðnings Akureyrarbæjar og er hluti af Barnamenningarhátíð.

 

Hvenær
7. - 9. apríl
Hvar
Akureyrarkirkja, við Eyrarlandsveg, Akureyri
Verð
Ekkert þátttökugjald en skráning nauðsynleg
Nánari upplýsingar

Afar takmarkaður fjöldi – skráning á sigrun@akirkja.is