Til baka

Orgelleikarinn Lára Bryndís Eggertsdóttir

Orgelleikarinn Lára Bryndís Eggertsdóttir

Sumartónleikar Akureyrarkirkju

Lára Bryndís Eggertsdóttir byrjaði ung að læra á píanó og 14 ára gömul tók hún fyrstu skrefin sem afleysingaorganisti í Langholtskirkju. Hún lauk einleikaraprófi frá Tónskóla þjóðkirkjunnar með hæstu einkunn vorið 2002 undir handleiðslu Harðar Áskelssonar. Lára Bryndís flutti árið 2018 aftur heim til Íslands eftir 10 ára búsetu í Danmörku þar sem hún lauk meistaraprófi í kirkjutónlist frá Tónlistarháskólanum í Árósum vorið 2014. Einnig starfaði hún sem organisti við Sønderbro kirkju í Horsens og semballeikari hjá barokksveitinni BaroqueAros í Árósum. Frá því í september 2018 hefur Lára Bryndís verið organisti Hjallakirkju í Kópavogi auk þess að kenna við Tónskóla Þjóðkirkjunnar.

Lára hefur haldið fjölmarga einleikstónleika á orgel, bæði hérlendis og á hinum Norðurlöndunum. Árið 2014 stóð hún fyrir tónlistarverkefninu „Ég heyrði þytinn frá vængjum þeirra“ þar sem sjö íslensk tónskáld sömdu orgelverk að beiðni Láru og brot af þeim verkum má heyra á tónleikunum í dag. Á tónleikunum má einnig heyra þjóðlagatengda tónlist, m.a. hið magnaða tónaljóð Moldá (Vltava) eftir tékkneska tónskáldið Bedřich Smetana í umritun fyrir orgel, sem og alíslenska orgeltónlist eftir Akureyringana Gísla Jóhann Grétarsson og Michael Jón Clarke. Lára mun einnig kynna tónlistina og segja frá tilurð íslensku orgelverkanna.

*Viðburðurinn hlaut styrk frá Tónlistarsjóði, Héraðssjóði, Eyrin Restaurant, Akureyrarbæ og eru partur af Listasumri

Sjá viðburð á Facebook HÉR

 

Hvenær
sunnudagur, júlí 19
Klukkan
17:00-18:00
Hvar
Akureyrarkirkja, við Eyrarlandsveg, Akureyri
Nánari upplýsingar

Sumartónleikar Akureyrarkirkju á Facebook

Enginn aðgangseyrir - tekið verður við frjálsum framlögum