Til baka

Plöntuskipti

Plöntuskipti

Mánudaginn 22. apríl fara fram plöntuskipti á kaffiteríunni frá kl. 16-18. Öllum er velkomið að skiptast á blómum, græðlingum og fræjum. Einnig verður hægt að skiptast á blómapottum, garðáhöldum og öðru garðdóti.
 
Þau sem ekkert hafa til skiptanna eru líka velkomin, þetta er upplagt tækifæri fyrir þá sem eiga umfram, að deila með öðrum.
Viðburðurinn er hluti af Viku 17 sem er alþjóðleg vika Heimsmarkmiðanna á bókasöfnum. Í tilefni vikunnar verða ýmsir viðburðir tengdir Heimsmarkmiðunum á dagskrá Amtsbókasafnsins.
 
Á sama tíma fer einnig fram viðburðurinn Sáðu fræi - sáningarverkstæði.
 
Við hvetjum ykkur til að mæta með umhverfisvænum hætti á viðburðinn. Frítt er í strætó og allir strætisvagnar stoppa í miðbænum í 300 metra fjarlægð frá safninu.
Hvenær
mánudagur, apríl 22
Klukkan
16:00-18:00
Hvar
Amtsbókasafnið, Brekkugata, Akureyri