Plöntuskipti
Uppskera í samfélagsgarði Amtsbókasafnsins
Miðvikudaginn, milli 10:00-12:00, verður bókavörður með extra græna fingur til aðstoðar við uppskeru í samfélagsgarðinum okkar. Í boði verður mynta og spínat að kostnaðarlausu.
Við mælum með því að þið komið með eigin ílát eða poka undir matjurtirnar.
Sjáumst!
Við hvetjum ykkur til að mæta með umhverfisvænum hætti á viðburðinn. Frítt er í strætó og allir strætisvagnar stoppa í miðbænum í 300 metra fjarlægð frá safninu.