Til baka

Podcastsmiðja

Podcastsmiðja

FÉLAK og Ungmenna-Húsið bjóða upp á Podcast smiðju í tilefni barnamenningarhátíðar í apríl.

FÉLAK og Ungmenna-Húsið bjóða upp á Podcastsmiðju í tilefni barnamenningarhátíðar. Smiðjan verður haldin dagana 16. og 17. apríl og er fyrir 14 (8. bekkur)- 18 ára. Markmið smiðjunnar er að virkja sköpunargleði ungs fólks til hlaðvarpsgerðar, kenna hvernig hlaðvarp er búið til, að hverju þarf að huga og hvernig er best að klippa þáttinn til. Eftir námskeiðið ætti ungt fólk að geta nýtt sér aðstöðuna sem boðið er upp á í Rósenborg til upptöku á eigin þáttum. Leiðbeinendur smiðjunnar verða þáttastjórnendur Morðcastsins sem er eitt vinsælasta hlaðvarp Íslands.

Smiðjan verður haldin á 4. hæð í Rósenborg og er dagskráin svona:
16. apríl 16:00-19:00
17. apríl 12:30-14:30


Hægt er að skrá sig í þinni félagsmiðstöð eða Ungmenna-Húsinu, einnig hægt að senda skilaboð á Instagram :)


Verkefnið nýtur stuðnings Akureyrarbæjar og er hluti af Barnamenningarhátíð.

Hvenær
16. - 17. apríl
Hvar
Rósenborg, Skólastígur, Akureyri
Verð
Ekkert þátttökugjald - Skráning nauðsynleg
Nánari upplýsingar

Instagram Ungmennahússins HÉR