Til baka

Pollamót Þórs í knattspyrnu

Pollamót Þórs í knattspyrnu

Árlegur íþróttaviðburður sem fer fram í byrjun júlí þar sem kvenna- og karlalið etja kappi í fótbolta.

Pollamót Þórs og Samskipa er árlegur íþróttaviðburður sem fer fram í byrjun júlí. Mótið hefst á föstudagsmorgni og lýkur með lokahófi á laugardagskvöldinu. Á þessu móti taka þátt kempur kvenna og karla í eldri kantinum sem rifja upp gamla takta í knattspyrnu. Mótið fer fram á Íþróttasvæði þórs við Hamar.

Um 50 karlalið voru skráð til leiks árið 2011 sem léku í þremur deildum, Pollar, Lávarðar og Öðlingar og um 10 kvennalið sem léku í tveimur deildum þ.e. Skvísudeild og Ljónynjur. Þátttakendur á mótinu hafa verið um 600.

Pollamót Samskipa og Þórs 2024 verður haldið dagana 5.-6. júlí

Nánari upplýsingar í síma Þórs 461-2080 eða pollamot@thorsport.is.
Sjá einnig heimasíðu Þórs.

Hvenær
5. - 6. júlí
Hvar
Þórsvöllur, Skarðshlíð, Akureyri