Til baka

Pollamót í knattspyrnu

Pollamót í knattspyrnu

Árlegur íþróttaviðburður sem fer fram í byrjun júlí þar sem kvenna- og karlalið etja kappi í fótbolta.

Pollamót Þórs og Samskipa er árlegur íþróttaviðburður sem fer fram í byrjun júlí. Mótið hefst á föstudagsmorgni og lýkur með lokahófi á laugardagskvöldinu. Á þessu móti taka þátt kempur kvenna og karla í eldri kantinum sem rifja upp gamla takta í knattspyrnu. Mótið fer fram á Íþróttasvæði þórs við Hamar.

Dagskrá Pollamótsins 2026 verður svipuð og undanfarin, þ.e.a.s. fótbolti á daginn og partý á kvöldin.
Fótboltinn verður með hefðbundnu sniði, spilað um það bil frá kl 9-18 á föstudag og 9-17 á laugardag.

Úrslitaleikir í deildum verða spilaðir á bilinu kl. 14-17 á laugardag.

Leikið er í fjórum aldursflokkum karla (28 ára og eldri upp í 50 ára og eldri) og þremur aldursflokkum kvenna (20 ára og eldri upp í 35 ára og eldri).

Á laugardagskvöldið verður risa ball í Boganum.

Skráningar fara fram á vef mótsins. Fyrir þá sem vilja senda inn fyrirspurnir er bent á netfang mótsins: pollamot@thorsport.is.

Pollamót Samskipa og Þórs 2026 verður haldið dagana 3.-4. júlí

Hvenær
3. - 4. júlí
Hvar
Þórsvöllur, Skarðshlíð, Akureyri