Til baka

Rætur - Saga alþýðumenningar frá landnámi til okkar daga

Rætur - Saga alþýðumenningar frá landnámi til okkar daga

Sögusýning í Kvosinni

Sögusýning þar sem verður, í tali og tónum, farið yfir alþýðumenningu Íslendinga frá upphafi landnáms til okkar daga. Sagt verður frá þróun afþreyingar þjóðar sem byrjar á kveðskap í baðstofunni, sagt frá vikivaka sem stignir voru á vökum í kirkjum landsins og hvaða áhrif alþýðuhljóðfæri eins og harmonikan hafði á alþýðumenningu þjóðarinnar með tilkomu nýrrar tegundar tónlistar og dansa. 


Sýningin er samvinnuverkefni Kvæðamannafélagsins Gefjunar, Dansfélagsins Vefarans, Þjóðháttarfélagsins Handraðans og Félags Harmonikuunnenda við Eyjafjörð.

Hvenær
laugardagur, ágúst 30
Klukkan
15:00-16:30
Hvar
Eyrarlandsvegur 28, Akureyri, Iceland
Verð
Enginn aðgangseyrir