✨ Rafkax - Raftónleikakvöld í Kaktus – 30. ágúst ✨
Kaktus opnar dyrnar með mögnuðu raftónleikakvöldi laugardaginn 30. ágúst frá klukkan 23:00. Á svið stíga Kosmodod og Andartak með sína einstöku hljóðheima – frá djúpum, seiðandi tónum til kraftmikilla takta sem hreyfa líkama og hug.
Komdu og njóttu rafrænna ævintýra í nánum og hlýlegum tónlistarhúsakynnum Kaktusar.
Verkefnið er styrkt af Akureyrarbæ.