Til baka

Ragga Gísla og BestaBand

Ragga Gísla og BestaBand

Ragga Gísla og BestaBand loksins á Græna hattinum

 

Tónleikagestir munu fá að heyra lög Röggu Gísla frá ýmsum tímum, Grýlulög, Ragga and The Jack Magic Orchestra, Baby og mörg af hennar þekktu lögum sem og minna þekkt.

Tónlistarfólkið í hljómsveitinni Ragga Gísla og BestaBand eru Ragga Gísla, Lovísa Elísabet (Lay Low), Tómas Jónsson, Guðni Finnsson, Magnús Magnússon og Halldór Eldjárn.

Þau hafa haldið hópinn í bráðum ár og eru að vinna að tónleikaplötu sem var hljóðrituð á tónleikum sl okt í Eldborg í Hörpu. Ragga Gísla og BestaBand komu fram á Aldrei fór ég suður, Hammondhátíðinni, Vaknaðu, Menningarhátíð Fjarðarbyggðar, Menningarnótt ofl.

Það er spenningur og tilhlökkun í hópnum fyrir tónleikunum á Græna hattinum.

Hvenær
laugardagur, september 23
Klukkan
21:00-23:30
Hvar
Græni hatturinn, Hafnarstræti, Akureyri
Verð
7500