Til baka

Ragnar Hólm - Torleiði

Ragnar Hólm - Torleiði

Gluggasýning

Frá 10.-18. október

Torleiði - gluggasýning 

Ragnar Hólm Ragnarsson sýnir ný olíumálverk á sýningunni Torleiði í Mjólkurbúðinni á Akureyri. Vegna Covid-19 og neyðarstigs almannavarna verður sýningin ekki opin en gestum boðið að skoða hana frá götunni. Mjólkurbúðin er sýningarsalur í Listagilinu með stórum gluggum og verður sýningin upplýst allan sólarhringinn. Þeir sem vilja skoða verkin nánar geta haft samband við Ragnar í síma 867 1000 og verður þá fáeinum gestum í einu boðið inn fyrir dyrnar eftir nánara samkomulagi.

Stefnt er að því að setja sýninguna einnig upp í stafrænum sýndarveruleika á netinu og verður upplýsingar um það að finna á heimasíðunni www.ragnarholm.com.

Hvenær
10. - 18. október
Klukkan
Hvar
Mjólkurbúðin, Kaupvangsstræti 12, Akureyri
Nánari upplýsingar