Rán Flygenring les í fyrsta skipti upp úr glænýju bókinni sinni BLÖKU sem kemur út í október.
Um Blöku:
"Hún skýst fram hjá okkur í myrkrinu, fim eins og fimleikastelpa, ör eins og orrustuþota. Stórhættuleg. Æsispennandi."
Í svartasta skammdeginu undirbúa Vaka, Kókos og pabbi sig fyrir sólarlandaferð. Þau ætla að heimsækja vatnsrennibrautagarð, taka þátt í sandkastalakeppni og belgja sig út af ís. En þegar þau koma auga á rammvillta leðurblöku flögrandi í húminu grípur um sig skelfing í borginni og áform þeirra fljúga út í veður og vind. Óhrædd við myrkrið tekur Vaka afdrifaríka ákvörðun sem snýr veröldinni á hvolf."
Upplesturinn hentar fólki á öllum aldri, en þar sem sagan er að sumra mati örlítið hryllileg er góð hugmynd fyrir börn að mæta með foreldrum sínum.
Einnig verður í boði einfaldur teningateiknileikur fyrir þau handóðu og hugmyndaríku.
Við hvetjum ykkur til að mæta með umhverfisvænum hætti á viðburðinn. Frítt er í strætó og allir strætisvagnar stoppa í miðbænum í 300 metra fjarlægð frá safninu.